Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun, 9. apríl

Kristrún Lárusdóttir nemandi á þriðja ári verður fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri á morgun, laugardaginn 9. apríl. Mikil spenna er í loftinu og hafa einhverjir Kvenskælingar lagt land undir fót alla leið norður til að styðja stelpuna. Keppnin verður sýnd í opinni dagskrá á Stöð 2 svo það er um að gera að koma sér vel fyrir í sófanum annaðkvöld og fylgjast með hæfileikaríku fólki framtíðarinnar. Gangi þér vel Kristrún!