Kennaranemar í Kvennaskólanum

Fastur liður í starfi Kvennaskólans er þjálfun kennaranema frá HÍ. Auk þess að kenna sjálfir, aðstoða nemarnir við kennslu og  fylgjast með kennslu hjá reyndum kennurum. Þeir fá einnig fræðslu um  ýmsa þætti skólastarfsins. Myndin var tekin s.l. þriðjudag á fyrsta fræðslufundi vorannar. Kennaranemarnir eru: Aftari röð frá vinstri: Karl Jóhann Garðarsson, Sif Sigfúsdóttir, Margrét Sara Guðjónsdóttir. Fremri röð frá vinstri:  Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, námsráðgjafi, sem hefur umsjón með þjálfun nemanna. Íris D. Kristmundsdóttir, Árný Jónsdóttir og Örlygur Axelsson.  Nemarnir eru boðnir velkomnir til starfa og óskað góðs gengis.