Skemmtikvöld kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans stendur fyrir skemmtikvöldi í Uppsölum þriðjudaginn 7. febrúar, kl. 20.00. Dagskrá verður fjölbreytt. Kórinn syngur nokkur lög sem verið er að æfa fyrir væntanlega Lundúnaferð í mars nk. Góðir gestir leggja hópnum lið, t.d. einsöngvarar úr röðum nemenda og leikarar frá Fúríu. Ljúffengar kaffiveitingar verða til sölu. Allir velunnarar kórsins eru hjartanlega velkomnir.