Epladagur

Í dag er Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Nemendafélagið býður öllum upp á epli í tilefni dagsins og nemendur gera sér glaðan dag. Kennslu lýkur kl. 13.00. Bekkirnir fara saman út að borða og bjóða gjarnan umsjónarkennara sínum með. Í kvöld er síðan dansleikur á Broadway til kl. 1.00. Leyfi er í fyrsta tíma í fyrramálið og kennsla hefst því kl. 9.20.