Laupur

Eins og flestir vita þá heitir innranet Kvennaskólans Laupurinn. Færri vita hins vegar hvað þetta orð þýðir. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs getur laupur þýtt eftirfarandi: Meis (rimlakassi sem í er sett hey fyrir gripi), kláfur, áburðarkassi, mælieining, mæliker, hrafnshreiður, gamall og slitinn hlutur, óáreiðanlegur maður, viðarstafli. Lesendum er látið eftir að túlka hvaða merking þeim finnst passa best yfir innranet Kvennaskólans;) Til gamans fylgja hér myndir af laup (þ.e. hrafnshreiðri) sem Þórður Jóhannesson eðlisfræðikennari tók s.l. sumar í landi Krumshóla í Borgarfirði.