Davíð Freyr Guðjónsson sem er nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík vann til fernra gullverðlauna á karatemóti í Stokkhólmi.

Karatemótið sem heitir Stocholm Open er haldið í Stokkhólmi og náðu Íslendingar mjög góðum árangri á mótinu sem er einn besti heildarárangur sem hefur náðst. Því er ekki síst að þakka frábærri frammistöðu Davíðs Freys sem er fimmtán ára og nemandi í Kvennaskólanum.  Davíð Freyr hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár og er meðal annars Íslandsmeistari í liðakeppni kata. Hann hefur æft karate frá sex ára aldri og æfir að meðaltali alla sjö daga vikunnar. Það er helst að hann sleppi úr æfingu þegar hann er að læra undir próf.  Starfsfólk Kvennaskólans í Reykjavík óskar honum innilega til hamingju með góðan árangur.