Árlegur Peysufatadagur Kvennó haldinn 1. apríl

Í dag, föstudaginn 1. apríl, var árlegur Peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík haldinn hátíðlegur. Nemendur í þriðja bekk hafa æft söng og gömlu dansana stíft síðustu vikur og í dag komu krakkarnir svo saman í Hallargarðinum þar sem þau dönsuðu og sungu fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennó og þónokkra foreldra. Stemmningin var afskaplega góð þrátt fyrir hina týpísku íslensku rigningu. Þriðjubekkingar dönsuðu einnig fyrir framan Menntamálaráðuneytið ásamt því að heimsækja elliheimilin Grund og Hrafnistu. Í kvöld munu krakkarnir síðan koma saman og hafa gaman eftir góðan dag af þjóðlegri skemmtun.

Sjá fleiri myndir hér