Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar kl. 10:30. 

Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu nokkru áður.  Sett verður sérstök frétt á heimasíðuna til að tilkynna það, þegar þar að kemur.

Í jólaleyfinu verður skrifstofa skólans opin mánudaginn 30. desember frá 9-15 og föstudaginn 3. janúar frá kl. 8 til 16.