Spennandi keppni í MORFÍS

Föstudaginn 23. nóvember kepptu Kvennaskólinn og Verslunarskólinn í MORFÍS. Keppnin fór fram í sal Verslunarskólans og umræðuefnið var Bandaríkin.  Verslunarskólinn vann keppnina en engu að síður var um hörku keppni að ræða, mikið fjör og allt fór vel fram. 
Kvennaskólinn átti ræðumann kvöldsins en það var Viktor Orri Valgarðsson, 3.FS.
Lið Kvennaskólans var skipað sem hér segir:
Liðsstjóri: Steingerður Sonja Þórisdóttir, 3.T
Frummælandi: Baldur Eiríksson, 2.NA
Meðmælandi: Björn Rafn Gunnarsson, 3.FS
Stuðningsmaður: Viktor Orri Valgarðsson, 3.FS
Þjálfarar:
Guðjón Heiðar Valgarðsson
Gunnar Jónsson
Hér má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu: