Hrafnshreiður í Kvennaskólanum

Meðan nemendur og starfsmenn Kvennaskólans voru í páskafríi, hóf hrafnspar að byggja sér hreiður eða laup eins og það kallast hjá hrafninum, á syllu undir þakbrún aðalbyggingar Kvennaskólans. Laupurinn var fullgerður um síðustu helgi og síðan þá, víkur krummi varla frá. Ákveðið var að setja upp vefmyndavél til að hægt væri að fylgjast með laupnum.  Nú er myndavélin komin upp hægt að fylgjast með á slóðinni www.kvenno.is/krummi. Mögulega þarf að setja upp Quick Time–spilara á til að sjá þetta.