Kvennó áfram í Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík er komið í undanúrslit spurningakeppninnar Gettu betur. Þau Bjarki, Bjarni og Laufey keppa fyrir hönd skólans við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í beinni útsendingu á RÚV nú á laugardagskvöldið 19. mars. Lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamrahlíð keppa svo um sæti í úrslitum laugardagskvöldið 26. mars. Áfram Kvennó!