Epladagur 2007

Í dag er Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi ganga fulltrúar nemendafélagsins í bekki og bjóða upp á epli. Kennslu lýkur kl. 13.00. Bekkirnir fara saman út að borða í kvöld og síðan er dansleikur. Leyfi er í fyrsta tíma í fyrramálið og kennsla hefst því kl. 9.20.

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur hafa föndrað undanfarna daga og skreytt skólann í tilefni af Epladeginum.
Þetta risavaxna epli má sjá á göngum Uppsala.