Innritunargjöld fyrir skólaárið 2015-2016

Greiðsluseðlar hafa verið sendir í heimabanka til nemenda 2. – 4. bekkjar Kvennaskólans í Reykjavík vegna skólaársins 2015-2016. Gjalddagi er 1. júlí en eindagi 15. júlí 2015.
Greiðsluseðlar til nýnema skólans verða sendir út þegar innritun er lokið.

Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík greiða innritunargjöld einu sinni á ári fyrir hvert skólaár. Innritunargjöldin eru þrískipt:

  • Innritunargjald kr. 12.000 er ákvarðað með reglugerð nr. 614 frá 7. júlí 2009.
  • Skólasjóður kr. 16.000. Skólasjóð er ráðstafað í þágu nemenda og skólastarfs, m.a. er innifalinn leikhúsmiði, vettvangsferð, netaðgangur, tölvupóstfang og pappírskvóti til prentunar. Leikstarfsemi, kór og ýmis önnur verkefni eru studd eftir því sem tilefni gefst.
  • Nemendafélagsgjald kr. 9.000. Aðild að nemendafélaginu er frjáls. Nemendafélagið notar gjaldið til fjölbreyttra félagsstarfa en í því felst m.a. skóladagbók, útgáfa skólablaðs og lægra verð á samkomur. Þeir nemendur sem velja að standa utan nemendafélags sendi tölvupóst á netfangið gudnyrun@kvenno.is og geta fengið iðgjaldið endurgreitt fram til 1. september 2015.