Leiðréttingar á bókalista

Því miður reyndust upplýsingar í bókalistanum sem settur var á heimasíðuna fyrir nokkrum dögum ekki réttar í nokkrum tilvikum. Búið er að uppfæra listann sem er núna á heimasíðunni og nemendur eru sérstaklega beðnir að athuga bókalista í dönsku, eðlisfræði, efnafræði, félagsfræði og sálarfræði til að sjá hvort eitthvað hafi breyst þar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.