Nýnemadagur og ball

Nýnemadagur og ball

Í dag er formleg móttaka nýnema hjá nemendafélaginu Keðjunni.

Kennt verður til kl. 13:10 og síðan er samkoma í Hallargarðinum þar sem nýnemar eru teknir inn í Keðjuna, farið í leiki og kaka verður í boði.

Í kvöld er nýnemaball í Gullhömrum frá kl. 22 til 01. Það á að vera áfengis- og vímuefnalaust. Foreldrar eru hvattir til að sækja börn sín eftir ballið.

Leyfi er gefið í 1. tíma á morgun, fimmtudag. Kennslan hefst kl. 9:20.