Umhverfis- og fegrunarátak í lífsleikni

Í lífsleikni í vetur hafa nemendur fræðst um umhverfið og m.a. verið lögð áhersla á að umgengni okkar skipti máli og hver og einn beri ábyrgð gagnvart eigin umhverfi.
Nemendur í 1. bekk fengu tækifæri til að huga betur að umhverfi sínu með því að fara út og hreinsa og snyrta skólalóðirnar og nánasta umhverfi. Að loknu hreinsunarátakinu voru Kvenskælingar stoltir af sínu umhverfi og án efa á þetta framtak eftir að verða nemendum hvatning að huga betur að umhverfi sínu og bæta umgengni almennt og læra að bera virðingu fyrir umhverfinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 1-T ásamt kennara sínum Ragnhildi Guðjónsdóttur.