Kórinn er byrjaður að æfa fyrir jólatónleikana.

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir þann 3. desember kl 15:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana, sem er jafnframt aðal fjáröflun kórsins.
Kórinn hefur aldrei verið jafn fjölmennur en það eru rúmlega 70 krakkar í kórnum og strákarnir verða sífellt fleiri.