Epladagur Kvennaskólans í Reykjavík verður fimmtudaginn 24. nóvember

Fimmtudaginn 24. nóvember er hinn árlegi Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Kvennó kórinn mun syngja í hádeginu í Uppsölum og einnig er ræðukeppni.  Kennt er til kl. 14:20. Eftir það er gefið leyfi vegna skemmtidagskrár Keðjunnar í matsalnum í Uppsölum en þar mun m.a fara fram Eplalagakeppnin og síðan verður Eplamyndin, sem videonefndin tók upp sýnd.

Samkvæmt venju fara bekkirnir saman út að borða um kvöldið og síðan er dansleikur í Súlnasal Hótel Sögu. Dansleikurinn byrjar kl. 22:00 og stendur til 01:00.  Hljósmsveitin Retro Stefson leikur fyrir dansi ásamt fleirum. Leyfi er í fyrsta tíma föstudaginn 25. nóvember og kennsla hefst því kl. 9.20.