Brennisteinsfnykur í lofti

Þessar vikurnar er kennsla komin í fullan gang og nemendur glíma við margvísleg verkefni. Í öllum efnafræðiáföngum gera nemendur nokkrar verklegar æfingar sem oft eru skemmtilegar fyrir utan að auka skilning á viðfangefninu.
Nemendur 1.FA byrjuðu mánudaginn á að skoða frumefni, efnablöndur og efnasambönd. Meðal annars hituðu þau saman brennistein og járn. Þessu fylgdi lykt sem ekki fellur öllum í geð.
Aðalheiður af skrifstofunni kom og smellti nokkrum myndum af bekknum í verklega tímanum. Bæði kennari og nemendur voru ánægð með góða byrjun á vikunni eins og myndirnar bera með sér.