Kvennó vs MH í dag

Í dag er Kvennó vs MH dagurinn. Þessir tveir skólar gera sér glaðan dag saman og keppa á ýmsum sviðum. Sem dæmi um keppnisgreinar má nefna puttastríð, sjómann, þrautahlaup og fleira. Þá munu lið kennara skólanna keppa í spurningakeppni í MH í kvöld. Fjörið hefst í hádeginu þegar Kvennó vs MH myndin verður frumsýnd. Kl. 15.00 verður kennslu lokið og heldur þá hópurinn upp á Klambratún þar sem aðal keppnin fer fram. Nánar er hægt að lesa um Kvennó-MH daginn á heimasíðu Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans.