Nemendur hittu fræðimenn í tjaldi á Austurvelli

Fræðimenn úr Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands reistu tjald á Austurvelli þar sem þeir fræddu gesti og gangandi um rannsóknir og fræðin á bak við ólíkar greinar sem kenndar eru innan deildarinnar.
Nemendur í afbrotafræði undirbjuggu heimsóknina í tjaldið með því að semja spurningar sem tengdust námsefni þeirra. Verkefnið sem nemendur unnu tengist fyrst og fremst námi þeirra í félagsfræði frávika og afbrota. Í spjallinu fengu nemendur svör við spurningum eins og, hvernig er hægt að koma í veg fyrir vændi á Íslandi. Hvaða afbrot eru algengust hér á landi. Hvað er að gerast í fangelsismálum, og ræddu nafn- og myndbirtingar í fjölmiðlum.