Síðastliðinn miðvikudag fóru 2FF og 2FÞ í dagsferð á Njáluslóðir

Ferðin var hin ánægjulegasta í alla staði og veðurguðirnir léku við hópinn. Úlpur og treflar, sem voru með í för reyndust óþarfi, en sólvörn hefði verið vel þegin. Bústaðir helstu persóna voru heimsóttir, bardagar sviðsettir, efnt til veislu á sögusetrinu og hvað eina. Nemendur rifjuðu upp helstu atburði, nutu veðurblíðunnar, náttúrufegurðarinnar og samverunnar og allir komu heilir heim, glaðir í bragði. Svona á sko að kveðja veturinn!