Frönsk ljóðakeppni

Laugardaginn 18. mars var haldin ljóðakeppni félags frönskukennara á Íslandi í samstarfi við franska sendiráðið og Alliançe Française. Keppnin fer þannig fram að framhaldsskólanemendur sem eru að læra frönsku flytja ljóð eftir höfund frá frönsku málsvæði og dómnefnd sker úr um besta flutninginn. Verðlaunin eru glæsileg því sigurvegarinn fær ferð til Parísar að launum.
Fulltrúar Kvennaskólans að þessu sinni voru Bjarney Guðmundsdóttir Blöndal og Anna Margrét Björnsdóttir báðar í 3T og stóðu þær sig með miklum ágætum þó ekki tækist þeim að vinna til verðlauna. Þess má geta að Kvennaskólinn hefur einu sinni átt sigurvegara í keppninni. Hér til hliðar má sjá (talið frá vinstri) Bjarneyju og Önnu Margréti en myndin var tekin á æfingu daginn fyrir keppnina.