Námsferð til Kalmar

Í dag, 1. nóvember, lagði 3NS af stað í námsferð til Kalmar í Svíþjóð og verður þar næstu vikuna.
Byrjað er á því að fara til Kaupmannahafnar, síðan með lest á sunnudag á áfangastað. Komið verður til baka laugardaginn 8.nóv.
Nemendur Kvennaskólans taka þátt í dagskrá sem er sameiginleg með sænsku nemendunum. Yfirskrift verkefnisins er Heilsa og vinna nemendur verkefni sem tengjast því á margvíslegan hátt.
Með í ferðinni eru kennararnir Ásdís Ingólfsdóttir, Elva Björt Pálsdóttir og Friðrik Dagur Arnarson.

 

 

 

 

 

Smellið á dagskrána til að sjá stærri mynd: