Vinátta - lokahátíð


Lokahátíð mentorverkefnisins Vináttu var haldin í fjölskyldu- og húsdýragarðinum 29. apríl s.l. Þá hittust öll mentorpör skólaársins 2006-2007 og gerðu sér glaðan dag. Kvennaskólinn býður uppá mentorverkefnið Vináttu sem kjörsviðs- og/eða valáfanga fyrir nemendur á 4. ári í skólanum. Markmið verkefnisins er að framhalds- og háskólanemendar verði jákvæðar fyrirmyndir fyrir grunnskólabörn á aldrinum 7-10 ára. Í vetur hafa 19 nemendur verið mentorar fyrir grunnskólabörn. Hátíðin var bráðskemmtileg, Lalli töframaður kom í heimsókn, haldin var hæfileikakeppni þar sem börnin sungu, sögðu brandara eða plötuðu kennara í kappát! Í lokin fengu allir grillaðar pylsur og djús.