Peysufatadagur 2. bekkinga Kvennaskólans verður haldinn föstudaginn 30. mars.

Peysufatadagurinn er gömul hefð skólans og hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Í þá daga voru aðeins stúlkur  nemendur við Kvennaskólann og þær ákváðu til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn síðan. Á Peysfatadaginn klæðast nemendur að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman í Hallargarðinum fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennaskólans og foreldra.

 

Dagskrá Peysufatadagsins 30. mars

 

8.00 Morgunmatur í Valhöll.

9:30 Dansað við Droplaugarstaði.

10:15 Menntamálaráðuneytið Sölvhólsgötu, dansað fyrir utan.

11:00 Komið í Kvennaskólann. Dansað og sungið fyrir nemendur,
starfsfólk og gesti.

12:15 Grund. Við syngjum og dönsum þar fyrir íbúa og starfsfólk.

13:30 Hrafnista í Reykjavík. Söngur og dans fyrir íbúa og starfsfólk.

14:15 Myndataka fyrir framan Kvennó.

14:30 Kakó og vöfflur í matsalnum.

19:00 Kvöldverður á Rúbín.