Nemendur gera tilraunir í eðlisfræði í nýju húsnæði Miðbæjarskólans.

Þegar Kvennaskólinn fékk húsnæði Miðbæjarskólans til afnota fluttist eðlisfræðin með öll sín tæki og tól í rúmgóða geymslu sem er með gott aðgengi bæði í tengda kennslustofu og eins fram á ganginn.
Nemendur nota tækin til að gera tilraunir í kennslustofunni og geta einnig notað ganginn framan við ef tilraunin er plássfrek. Hér eru nokkrar myndir úr geymslunni og myndir sem sýna hluta nemendanna gera tilraun um skákast.