Kvennó í úrslit í Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík er komið í úrslit spurningakeppninnar Gettu betur 2011. Liðið sigraði Fjölbrautaskólann í Garðabæ með tíu stiga mun, 23-13, síðastliðið laugardagskvöld.

Það var fín stemmning í salnum og klapplið Kvennaskólans stóð sig vel. Eins og venja er voru flutt skemmtiatriði frá skólunum og að þessu sinni héldu Anton Björn Sigmarsson 1NA og Ingvi Rafn Björgvinsson 4FS uppi heiðri skólans með flottu tónlistaratriði.

Úrslitaviðureignin fer síðan fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói 2. apríl næstkomandi þegar Kvennó mætir annaðhvort MH eða MR.