Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin á Akureyri 19.-21.apríl.

Keppnin verður stærri og með öðru sniði en fyrri ár. Undankeppnin fer fyrst fram á föstudagskvöldinu en þá verður hvorki útvarpað né sjónvarpað frá keppninni. Tólf bestu atriðin keppa síðan á laugardagskvöldinu í beinni útsendingu á RÚV. Aðgöngumiðar í formi armbanda verða seldir hjá nemendafélögum skólanna.


Það var Laufey María Jóhannsdóttir sem sigraði í Rymju 2013 og er  hún fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna

 

Áfram Laufey María!