Lið Kvennaskólans í Reykjavík keppir við lið Menntaskólans í Kópavogi 22. febrúar.

Átta skólar eru komnir áfram í úrslit í sjónvarpi sem hefjast föstudaginn 8. febrúar.

Þeir skólar sem eru komnir áfram eru lið Kvennaskólans í Reykjavík, Menntaskólans við Hamrahlíð, Menntaskólans í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Garðabæjar, Menntaskólans í Kópavogi, Borgarholtsskólans, Menntaskólans á Akureyri og Verzlunarskóla Íslands.

Eftirfarandi skólar drógust saman:

8.febrúar Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykjavík

15.febrúar Menntaskólinn við Hamrahlíð og Borgarholtsskólinn

22.febrúar Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Kópavogi

1.mars Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Verzlunarskóli Íslands

Viðureignirnar verða allar í beinni útsendingu á Rúv og hefjast kl. 20:10.