Tjarnardagar

Í dag hófust hinir árlegu Tjarnardagar í Kvennaskólanum. Í morgun var boðið upp á kynningu á valgreinum sem í boði verða næsta vetur og eftir hádegi hefst skipulögð dagskrá þar sem nemendur mæta ekki samkvæmt hefbundinni stundaskrá heldur taka þátt í ýmsum námskeiðum og mæta á fyrirlestra um ólíkustu efni. Dagskrá þessi stendur fram á fimmtudag, en þá verður árshátíð nemendafélagsins Keðjunnar haldin á Hótel Selfossi. Allir verða í leyfi á föstudaginn en síðan tekur hefðbundið skólahald við að nýju næstkomandi mánudag.
Myndirnar voru teknar á valkynningunni þriðjudagsmorguninn 19. febrúar.