Nemendur í afbrotafræði heimsóttu Barnahús

Nemendur í afbrotafræði fóru í síðustu viku í heimsókn í Barnahús. Þorbjörg Sveinsdóttir tók á móti okkur og sagði okkur frá starfsemi Barnahúss og starfi sínu þar. Barnahús hóf starfsemi sína árið 1998 og sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafa sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Rekstur þess er á vegum Barnaverndarstofu sem fer með stjórn barnaverndarmála í umboði félagsmálaráðuneytisins. Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.