1. bekkjarferðin - Breyting

Vegna veðurs og annarra aðstæðna verður 1. bekkjarferðin að þessu sinni farin í Logaland í Reykholtsdal í Borgarfirði. Ekki er hægt að fara í Þórsmörk vegna vatnavaxta og veðurútlits. Allar tímasetningar eru þó óbreyttar, farið verður kl.8:30 frá Kvennó og mikilvægt er að allir mæti tímanlega í rúturnar.
Nauðsynlegt er að hafa með sér létta DÝNU til að sofa á.
Útlit er fyrir skúraveður og því er mikilvægt að hafa með sér regnföt, góða skó og föt til skiptanna. Munið að það verður farið í stuttar gönguferðir og verður lagt af stað í göngu um leið og búið er að koma dótinu inn í Logaland.
Munið að taka með ykkur nesti, því ekki er áformað að stoppa í sjoppu á leiðinni uppeftir.