Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

Föstudaginn 31. maí voru 110 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng undir stjórn Gunnars Ben. Þrír nýstúdentar tóku þátt í athöfninni; Oddur Ævar Gunnarsson fráfarandi formaður Keðjunnar flutti ræðu fyrir hönd nýstúdenta, Brynhildur Þóra Þórsdóttir söng og Steina Kristín Ingólfsdóttir lék á víólu.
Margir stúdentar hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum og nokkrir hlutu viðurkenningu fyrir framlag sitt til félagsmála nemenda. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Ingvar Hjartarson stúdent af náttúruvísindabraut með 9,46 og fékk því verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík. Sex aðrir nemendur hlutu einnig ágætiseinkunn á stúdentsprófi; Pétur Már Gíslason, Theodóra Hanna Halldórsdóttir, Þórarna Ólafsdóttir, Fanney Hrund Jónasdóttir, Rut Guðnadóttir og Rósa Harðardóttir. Tveir nýstúdentar Eggert Arason og Theodóra Hanna Halldórsdóttir hlutu verðlaun fyrir lokaverkefni sín, Stúdentspennann 2013 úr Verðlaunasjóði dr. Guðrúnar P. Helgadóttur.
Nokkrir fulltrúar afmælisárganga skólans voru viðstaddir og flutt voru tvö ávörp. Fyrir hönd 60 ára afmælisárgangsins talaði Hertha Wendel Jónsdóttir og færðu þær skólanum 60 þúsund krónur að gjöf, táknræna fyrir árin sem liðin eru frá útskrift þeirra. Elísabet Sveindóttir flutti ávarp fyrir hönd 30 ára stúdenta. Þeir færðu skólanum tvær spjaldtölvur að gjöf.
Afmælisárgöngum eru þakkaðar höfðinglegar gjafir og tryggð þeirra við skólann.
Skólinn óskar nýstúdentum gæfu og gengis.

Hér má sjá myndir frá útskriftinni