Indíana Björk Birgisdóttir vann Rymju

Indíana Björk Birgisdóttir vann Rymju söngvakeppni Kvennaskólans sem fram fór í Hörpu í síðustu viku. Tindur Sigurðarson varð í öðru sæti og Margrét Braga Geirsdóttir í því þriðja. Indíana hefur þar með tryggt sér þátttökurétt í Söngvakeppni framhaldsskólanna sem fram fer nú í vor. Innilega til hamingju með sigurinn Indíana.