Heiðursverðlaun Velferðarsjóðs barna fyrir mentorverkefnið Vináttu

Í dag veitti Velferðarsjóður barna Kvennaskólanum í Reykjavík heiðursverðlaun fyrir mentorverkefnið Vináttu í móttöku sem haldin var í Iðnó. Verðlaunin eru bæði innrammað heiðursskjal og falleg rós úr málmi frá Jens ehf.
Áfanginn mentorverkefnið Vinátta hefur verið kenndur í skólanum í 10 ár og hefur Björk Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari haft allt frumkvæði að skipulagi hans innan skólans og stýrt honum í samstarfi við Velferðarsjóð barna. Var skólinn fyrstur framhaldsskóla til að taka upp mentorverkefni og bjóða sem námsáfanga við skólann. Björk hefur einnig leiðbeint öðrum framhaldsskólum með verkefnið.
Á myndinni eru Björk Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skólameistari.