Að springa úr stolti

Ár hvert er haldin forkeppni fyrir Ólympíuleikana í efnafræði. Í þetta sinn tóku 5 nemendur frá Kvennó þátt og tilkynnum við með stolti að ekki aðeins komust tveir þeirra í undanúrslit , heldur komust þeir báðir áfram alla leið í fjögurra manna ólympíuliðið! Það komust 14 manns í að keppa um sæti í því. Því eiga Ingvar Hjartarson og Pétur Már Gíslason báðir rétt á því að fara til Moskvu að keppa við nemendur hvaðanæva að í efnafræðikunnáttu. Það hefði þýtt að Kvennaskólinn hefði átt helminginn af Ólympíuliðinu í ár! Því miður er Pétur búin að ráðstafa sumrinu sínu til annarra verkefna og kemst ekki til Moskvu. Það þýðir að stúlka úr MR sem er í næsta sæti á eftir honum verður boðið að fara með og finnst okkur það huggun harmi gegn að það fari mögulega einn kvenkyns meðlimur með liðinu út.

Til hamingju Ingvar og Pétur við erum mjög stolt af ykkur!

ÁFRAM ÍSLAND!