Ljóð vikunnar er eftir Sólveigu Kr. Einarsdóttur (f. 1939)

Sóveig fæddist í Reykjavík 24. nóvember 1939. Hún var stúdent frá M.R. 1959. Lauk B.A. prófi í dönsku og sögu 1968 frá H.Í. ásamt uppeldisfræði 1970. Sólveig gerðist þá framhaldsskólakennari, fyrst við gagnfræðadeild Vogaskóla og síðan Menntaskólann við Sund til ársins 1990. Þá fluttist hún búferlum til Suður Wales í Ástralíu. Stundar þar ritstörf og nautgriparækt. Hefur skrifað ljóð, smásögur og fjölda blaðagreina sem hafa birst í dagblöðum og tímaritum hér heima.

Hvatning

 

Láttu þá ekki hnoða

úr þér vaxbrúðu

í tískulitunum.

 

Láttu þá ekki móta hug

þinn og hjarta

í kökuformi.

 

Láttu þá ekki vefja þig

í vaðal ástarinnar.

 

Vertu þú sjálf

snjöll og sterk.

 

Sólveig Kr. Einarsdóttir Orðsnilld kvenna, 1992.