Kvennaskólinn í Reykjavík keppir í Morfís í kvöld fimmtudaginn 17. nóvember.

Í kvöld er ræðukeppnin Morfís,  mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Keppnin verður haldin í Uppsölum, Þingholtsstræti 37 og byrjar kl 20:00 . Kvennaskólinn keppir við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Umræðuefnið er ofbeldi, en Kvennaskólinn mælir á móti því.

Fulltrúar í ræðuliði Kvennaskólans eru:

Liðsstjóri: Bergþór Bergsson
Frummælandi: Alda Elísa Andersen
Meðmælandi: Oddur Ævar Gunnarsson
Stuðningsmaður: Ólafur Heiðar Helgason