Erlendir kennaranemar í heimsókn

29. jan. til 8. febrúar verða tveir erlendir kennaranemar í heimsókn í Kvennaskólanum. Þær heita Lara Buffoni frá Ítalíu og Katharina Angerer frá Austurríki. Heimsóknin er hluti af fjölþjóðlegu verkefni sem þær taka þátt í ásamt kennaranemum við HÍ. Þær munu nota tímann til að kynna sér skólastarfið m.a. með því að fylgjast með kennslu í erlendum tungumálum. Einnig munu þær kenna sín eigin móðurmál og menningu. Lara og Katharina eru boðnar velkomnar í Kvennó.
Á myndinni er Lara Buffoni til vinstri og Katharina Angerer er til hægri.