Góður árangur í þýsku

Í mars var hin árlega Þýskuþraut haldin í framhaldsskólum landsins og tóku sex nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík þátt. Tvö þeirra voru meðal 20 efstu, þau Heimir Örn Guðnason í 3. T og Olga Sigurðardóttir í 3. NÞ. Þau fengu bæði verðlaun frá Þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur. Þess má geta að Heimir Örn hefur þrisvar sinnum tekið þátt og alltaf komist í eitt af 20 efstu sætunum.