Góður árangur í Þýskuþraut

Í lok febrúar var hin árlega Þýskuþraut haldin í framhaldsskólum landsins og tóku fimm nemendur úr Kvennaskólanum þátt. Þær Guðrún Elín Jóhannsdóttir í 3. NS og Auður Inga Rúnarsdóttir í 3. NÞ náðu þeim frábæra árangri að vera á meðal þeirra 15 efstu og fengu þær báðar verðlaun frá Þýska sendiráðinu. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með frammistöðuna.