Samræmd stúdentspróf heyra sögunni til

Í frétt á www.mbl.is í dag kemur fram að ákveðið hefur verið að hætta að halda samræmd stúdentspróf í núverandi mynd. Ástæðan væri m.a. sú að hvorki nemendur né háskólar sæju mikinn tilgang með prófunum auk þess sem ekki væri bætandi á það prófaálag sem framhaldsskólarnir hafa nú þegar í lok haust- og vorannar.
Hægt er að lesa nánar um niðurfellingu samræmdra stúdentsprófa í frétt mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1187190.