Háskóladagurinn 16. febrúar 2008

Laugardaginn 16. febrúar verður haldinn hinn árlegi Háskóladagur þar sem kynntar verða yfir 500 námsleiðir á háskólastigi. Það er kjörið fyrir þá sem hyggja á háskólanám að mæta á Háskólatorg Háskóla Íslands, í Ráðhús Reykjavíkur og/eða Norræna húsið til að kynna sér hvað hinir ýmsu háskólar á Íslandi og í Danmörku hafa upp á að bjóða. Hægt er að kynna sér Háskóladaginn nánar á haskoladagurinn.is.