Dagur íslenskrar tungu

Í dag er Dagur íslenskrar tungu og þess er að sjálfsögðu minnst í Kvennaskólanum. T.d. fór kór Kvennaskólans um skólann í morgun og söng fyrir nemendur og starfsfólk "Íslenskulagið", ljóð Þórarins Eldjárns við lag Atla Heimis Sveinssonar. En kórinn lét ekki þar við sitja heldur söng einnig, við góðar undirtektir, fyrir nágranna okkar í Íþrótta- og Tómstundaráði Reykjavíkur og í sendiráðum Bretlands og Þýskalands.

    9.11.2005