Einkunnaafhending og prófsýning

Afhending einkunna fyrir haustönn 2008  í Kvennaskólanum verður í Uppsölum föstudaginn 19. desember kl. 9:00 árdegis og að lokinni einkunnaafhendingu er prófsýning þar sem nemendur geta skoðað prófúrlausnir sínar og fengið upplýsingar hjá kennurum.

Kl. 11.15 er nemendum og kennurum boðið á tónleika Hólmfríðar Friðjónsdóttur í Fríkirkjunni. Hólmfríður er fyrrverandi kórstjóri og kennari við Kvennaskólann.