Hvað áttu að kjósa?

Margir þeir sem eru að kjósa í fyrsta sinn eiga í töluverðum vandræðum með að gera upp hug sinn. Þeir sem fylgjast ekki því betur með sjá oft ekki mun á milli flokka og oft heyrist þessi söngur, þeir eru allir eins. En því er ekki alveg svo farið. Flokkarnir hafa stefnu sem lesa má úr stefnuskrám og yfirlýsingum. Nemendur í nýrri deild HSH (heimspeki, stjórnmálafræði, hagfræði) við Háskólann á Bifröst gerðu misserisverkefni sitt sl. haust með því að plægja í gegn um stefnuskrár og stjórnmálalyfirlýsingar stjórnmálaflokkanna.  Ef þú vilt skoða hvaða stjórnmálaflokkur er næstur þínum skoðunum smelltu þá á http://xhvad.bifrost.is/ og svaraðu spurningunum þar.

Krakkarnir sem unnu verkefnið fengu bestu einkunn fyrir það en við erum pínulítið stolt af því að fjögur af sex voru í Kvennaskólanum þau: Eva Reynisdóttir, Páll Ingi Kvaran, Hlöðver Ingi Gunnarsson og Brynhildur Björnsdóttir en auk þeirra unnu verkefnið Jón Ragnar Ragnarsson og Pétur Fannberg Víglundsson.