Skólagjöld

Nemendum er skylt að greiða innritunargjöld en í þeim felst; innritunargjald, skólasjóður, nemendafélagsgjald og gjald til foreldrafélags skólans. Innritunargjaldið er ákveðið af Alþingi og lækkar framlög ríkissjóðs til skólans. Skólasjóði er ráðstafað í þágu nemenda og skólastarfs, m.a. er innifalinn í því leikhúsmiði, vettvangsferðir, tölvupóstfang, Inna og aðgangur að innra neti skólans.

Nemendafélagsgjaldið rennur til Keðjunnar og staðfestir aðild að nemendafélaginu. Nemendafélagið Keðjan notar gjaldið til fjölbreyttra félagsstarfa. Í því felst m.a. skóladagbók, útgáfa skólablaðs og lægra miðaverð á samkomur. Nemendum er ekki skylt að taka þátt í nemendafélaginu. Bókhald Keðjunnar er yfirfarið af fjármálastjóra skólans.

Aðild að foreldrafélagi Kvennaskólans er valfrjáls.