Verklag við inntöku nýnema

Verklagsreglur við inntöku nýnema á bóknámsbrautir Kvennaskólans í Reykjavík eru þær að ef umsóknir um skólavist verða fleiri en hægt er að verða við er þeim raðað eftir meðaleinkunn í ensku, íslensku og stærðfræði. Til þess að auðvelda það er einkunnunum gefið vægi þannig að A fær vægið 4, B+ fær vægið 3,75, B fær vægið 3, C+ fær vægið 2,75 og C fær vægið 2. 

Komi til þess að margir nemendur hafi sömu meðaleinkunn í þessum þremur greinum verður til viðbótar horft til einkunna í Norðurlandamáli, náttúrufræði og samfélagsfræði og jafnvel fleiri greinum ef þarf. Ef einhverjir raðast samt sem áður jafnir verður þeim raðað á tilviljanakenndan hátt með hlutkesti eða öðrum sambærilegum aðferðum
.