Ágreiningur og ferill mála vegna brota á prófareglum


Ef nemandi er staðinn að því að nota óleyfileg gögn, veita eða þiggja hjálp frá öðrum nemanda, telst hann fallinn í viðkomandi prófi.

Það ferli sem fer í gang þegar um slíkt er að ræða felst í því að formleg tilkynning um málið er send til viðkomandi nemanda og einnig til forráðamanna ólögráða nemenda. Ítrekuð brot leiða til brottvísunar úr skóla. Upplýsingar um málið eru skráðar í athugasemdakerfi Innu.

Verði nemandi uppvís að ritstuldi í lokaverkefni telst hann fallinn í áfanganum.